Hlutabréf hækkuðu almennt í dag í kjölfar þess að tekjur Compass Group og Anglo Irish bankans voru umfram væntingar. Verð á hlut í Sage Group hefur ekki hækkað eins mikið á einum degi síðan í apríl 2003 og hækkun Porsche er sú mesta í tvö ár.

Vísitölur í Vestur Evrópu hækkuð yfir línuna í dag og í mörgum tilfellum var hækkunin rúm 2%. FTSE 100 í London hækkaði um 2,7%, Dax í Þýskalandi um 2,5%, Cac 40 í Frakklandi um 2,3%, Ibex á Spáni um 1,65 og skandínavíska OMXN 40 um 3,7%.