Hlutabréf lækkuðu á mörkuðum í Evrópu í dag í fyrsta skiptið í fjóra daga að því er segir á vef Bloomberg. Verð á fyrirtækjum sem tengjast kopar og olíu lækkuðu mest og hefur verð á fyrirtækjum í olíuiðnaði ekki verið lægra í fimm vikur.

Rio Tinto, stærsta námufyrirtæki í heimi, og olíufélagið Royal Dutch Shell lækkuðu mest.

Vísitölur lækkuð víðast hvar í Evrópu í dag. FTSE í London lækkaði um 0,7%, DAX í Þýkalandi um 0,4%, CAC í Frakklandi um 0,7% og IBEX 35 á Spáni um 0,2%.