Verðþróun íslenska hlutabréfamarkaðarins undanfarið hefur undrað margra. Fyrir helgi sendi Greiningardeild KB banka frá sér ítarlega skýrslu um þróun og horfur með afkomuspá fyrir 3. ársfjórðung og árið í heild. Í skýrslunni má finna margt forvitnilegra hluta og til að ræða það kemur Þórður Pálsson forstöðumaður greiningardeildar í Viðskiptaþáttinn.

Ástandið á olíumörkuðum heldur áfram að undra menn og við fáum sérfræðing okkar þar, Magnús Ásgeirsson, innkaupastjóra eldsneytis hjá olíufélaginu til að setja okkur inn í hlutina.

Í lok þáttarins koma síðan tveir sérfræðingar um bíla, þeir Stefán Ásgrímsson og Sigurður Hreiðar Hreiðarsson, en þeir standa einmitt að vali á Bíl ársins á Íslandi um þessar mundir.