Gengi hlutabréfa stoðtækjafyrirtækisins Össurar hækkaði um 1,92% í Kauphöllinni í dag en í gær hækkaði gengi hlutabréfanna um 2,97%. Viðskipti á bak við hækkunina í dag námu um 212 milljónum króna. Eins og fram kom í gær lýsti danski sjóðurinn William Demant Invest, helsti hluthafi Össurar, yfir vilja til að kaupa allt hlutabréf fyrirtækisins.

Úrvalsvísitala hafði hækkað um 0,86% eftir að markaðnum var lokað og hefur því hækkað um 17,72% frá áramótum.Viðskiptin með bréf Össurar skýra rúmlega helming hlutabréfaviðskipta í dag en veltan var samtals um 330 milljónir króna með hlutabréf í Kauphöll Íslands í dag.

Gengi hlutabréfa annarra fyrirtækja hækkuðu einnig í dag. Hlutabréf í Högum hækkuðu um 0,53%, hlutabréf í Icelandair Group um 0,15% og hlutabréf í Marel um 0,64%. Önnur hlutabréf stóðu í stað.