Gengi hlutabréfa Össurar lækkaði um 1,22% í Kauphöllinni í dag. Mjög lítil viðskipti eru á bak við lækkunina, einungis rúmar 19 þúsund krónur. Á móti lækkaði hins vegar gengi hlutabréfa Marel um 0,32% í viðskiptum upp á rúmar 266 milljónir.

Á sama tíma hækkaði gengi hlutabréfa Icelandair um 1,27% og Haga um 0,54%.

Lækkunin dró Úrvalsvísitöluna niður um 0,08% og stendur hún nú í 1.054 stigum. Lækkunin var snarpari fyrr í dag og fór vísitalan þá undir 1.050 stigin. Úrvalsvísitalan hafði fyrir þetta hækkað nokkuð jafnt og þétt þar til í síðustu viku og hefur hún nú ekki verið lægri í mánuð.

Heildarvelta með hlutabréf nam tæpum 357 milljónum króna.