*

laugardagur, 31. júlí 2021
Innlent 29. október 2014 15:49

Hlutabréf Össurar lækkuðu um 1,39%

Lítil velta var með hlutabréf í viðskiptum dagsins í Kauphöllinni.

Ritstjórn
Kauphöll Íslands.
Haraldur Guðjónsson

Gengi hlutabréfa Össurar lækkaði um 1,39% í viðskiptum dagsins í Kauphöllinni. Velta með bréfin var þó fremur lítil en hún nam 11 milljónum króna. Hlutabréf fyrirtækisins hafa hækkað mikið síðan það birti árshlutauppgjör sitt fyrir fáeinum dögum og hafði aldrei verið hærra frá því fyrirtækið var skráð á markað.

Einnig lækkaði gengi hlutabréfa Regins um 1,36%, Vodafone um 0,79%, Eimskips um 0,45% og VÍS um 0,24%.

Þá hækkaði gengi hlutabréfa N1 um 0,79%, Haga um 0,71% og Marels um 0,4%.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,24% og stendur nú í 1.199 stigum. Heildarvelta með hlutabréf nam 864 milljónum króna.