Gengi hlutabréfa fasteignafélagsins Regins hækkaði um 1,83% í tæplega 4,7 milljóna króna viðskiptum í Kauphöllinni í dag. Þetta er jafnframt mesta hækkun dagsins. Félagið var skráð á hlutabréfamarkað í gær. Þetta var fyrsta félagið á markað hér á árinu og það fjórða sem fer á markað innan Nasdaq OMX-kauphallarsamstæðunnar á Norðurlöndunum. Gengi bréfa Regins var 8,2 krónur á hlut í útboði. Það stóð í lok dags í 8,35 krónum á hlut.

Á sama tíma hækkaði aðeins gengi stoðtækjafyrirtækisins Össurar um 0,48%

Gengi hlutabréfa Icelandair Group lækkaði um 0,45% og Haga um 0,27%.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,18% og endaði hún í 1.055 stigum.