Í Viðskiptaþættinum á Útvarpi Sögu (99,4) í dag verður rætt við Ívar Guðjónsson, forstöðumann Eigin fjárfestinga hjá Landsbankanum, en hann hélt athyglisvert erindi um húsnæði og hlutabréf á fundi Landsbankans sl. fimmtudag.

Að því loknu verður rætt við Atla B. Guðmundsson sérfræðing hjá Greiningu Íslandsbanka, og hann spurður álits um þróun mála hjá Skandia.

Í lokin verður síðan rætt við Ásgeir Magnússon, forstöðumann Skrifstofu atvinnulífsins á Norðurlandi. en í kvöld verður stofnfundur félagsins Ný sókn á Norðurlandi.