Hlutabréf í Bank of America, sem er stærsti banki Bandaríkjanna, hafa lækkað um 16,28% í dag.

Lækkunin er rakin til yfirlýsinga tryggingarisans AIG um að hann muni krefja BofA um 10 milljarða dala vegna meintra stórfelldra svika við húsnæðislán, sem bankinn á að hafa tekið þátt í. Bandaríska ríkið á 77% hlut í AIG.