Standard Chartered hefur birt ársreikning fyrir árið 2015, en bankinn skilaði tapi á árinu, í fyrsta skipti frá 1989.

Tapið nam 2,36 milljörðum Bandaríkjadala, eða sem nemur 305 milljörðum króna. Bankinn skilaði hagnaði sem nam 2,51 milljörðum dala ári áður. Slæm lán í lánasafni bankans tvöföllduðust á árinu, úr 2,14 milljörðum dala í 4 milljarða dala.

Tekjur í Asíumarkaði lækkuðu um 2,8 milljarða dala. Kostnaður við endurskipulagningu bankans námu 1,8 milljarði dala á árinu, en heildar áætlaður endurskipulagningarkostnaður bankans nemur 3 milljörðum dala

Hlutabréf í bankanum hafa fallið um sem nemur 5,15% það sem af er degi.