Hlutabréfamarkaðir í Asíu og Evrópu hafa tekið dýfu eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hótaði frekari tollum upp á 200 milljarða dollara gegn Kína. Óttast er að þessi deila milli þjóðanna geti orðið að tollastríði sem myndi hafa slæm áhrif á markaðinn í heild. Frá þessu er greint á vef FT.

Stærstu hlutabréfamarkaðir í Kína tóku um 4-6% dýfu eftir þessar hótanir Trump og stórir hlutabréfamarkaðir í Evrópu tóku sömuleiðis dýfu um 1-3%.

Bandaríkin og Kína eru tvö af mikilvægustu efnahagskerfum heimsins og ljóst er að hugsanlegt tollastríð þessara stórvelda er farið að hafa áhrif á hlutabréfamarkaði.