*

fimmtudagur, 27. júní 2019
Erlent 19. júní 2018 10:12

Hlutabréf taka dýfu vegna tollastríðs

Yfirvofandi tollastríð Bandaríkjanna og Kína er farið að hafa áhrif á hlutabréfamarkaði víða um heim.

Ritstjórn
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
epa

Hlutabréfamarkaðir í Asíu og Evrópu hafa tekið dýfu eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hótaði frekari tollum upp á 200 milljarða dollara gegn Kína. Óttast er að þessi deila milli þjóðanna geti orðið að tollastríði sem myndi hafa slæm áhrif á markaðinn í heild. Frá þessu er greint á vef FT.

Stærstu hlutabréfamarkaðir í Kína tóku um 4-6% dýfu eftir þessar hótanir Trump og stórir hlutabréfamarkaðir í Evrópu tóku sömuleiðis dýfu um 1-3%. 

Bandaríkin og Kína eru tvö af mikilvægustu efnahagskerfum heimsins og ljóst er að hugsanlegt tollastríð þessara stórvelda er farið að hafa áhrif á hlutabréfamarkaði. 

Stikkorð: Bandaríkin Kína Donald Trump Bandaríkin Kína
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is