Nikkei vísitalan hækkaði um 1,9% og í Kína hækkuðu bréf um 1,6%. Nú er mikið rætt um hvort stýrivextir muni hækka í Kína en verðbólga þar hefur aukist nokkuð. Seðlabankastjóri Kína, Zhou Xiachuan sagði við fjölmiðla í gær að það væri svigrúm til stýrivaxtahækkunar.

Hang Seng vísitalan í Hong Kong hækkaði um 1%, í Suður Kóreu hækkuðu markaðir 1,2% og í Singapúr var hækkun upp á 0,7%.

Á Nýja Sjálandi lækkuðu markaðir þó um 0,4% en og ástralska ASX 200 hækkaði um 1,1%.