Hlutabréf samfélagsmiðilsins Twitter hafa snarhækkað um rúmlega 17% í kjölfar þess að miðillinn greindi frá því að nýjum notendum sé að fjölga og tekjur séu að aukast. BBC greinir frá.

Tekjur Twitter námu 787 milljónum dollara á fyrsta ársfjórðungi 2019 og jukust tekjurnar um 18% frá sama tímabili í fyrra. Þá jókst fjöldi daglegra notenda um 11% og eru þeir nú 134 milljónir.