Helstu hlutabréfavísitölur hafa hækkað í viðskiptum í Evrópu í morgun. Þýska vísitalan DAX hefur hækkað um 2,81% það sem af er morgni. Franska vísitalan CAC hefur hækkað um 2,73%.

Eru hækkanirnar á mörkuðum í dag vegna þess að Papandreou forsætisráðherra Grikklands tilkynnti í gær að hætt hafi verið við þjóðaratkvæðagreiðslu þar í landi vegna björgunarpakka Grikklands.