Vísitalan S&P 500, sem samanstendur af 500 stórum skráðum félögunum í Bandaríkjunum, hefur aldrei verið hærri. Vísitalan stendur í um 3.393 stigum en stóð í rúmlega 3.235 stigum í upphafi árs. Að sama skapi er Dow Jones nær hæstu hæðum en hún stendur í 27.888 stigum en fór hæst í ríflega 29.000 stig fyrr á árinu.

Lægst fór S&P 500 vísitalan í ríflega 2.200 stig á þessu ári í mars en síðan þá hafa hlutabréf Amazon meðal annars hækkað um ríflega 72% og hlutabréf Apple um 108%.

Sjá einnig: Netrisarnir fjórðungur af S&P 500

Á sama tíma og hlutabréf hækka heldur faraldurinn áfram að sækja í sig veðrið. Nú eru ríflega 5,6 milljónir Bandaríkjamanna greindir með kórónuveiruna og um 175 þúsund manns látist. Nær 44.000 manns greindust með veiruna vestanhafs í gær.