Mikil lækkun varð á Bandaríkjamarkaði í dag og Dow Jones vísitalan féll niður fyrir 9.000 stig í fyrsta sinn síðan árið 2003. Hækkandi lánakostnaður og minnkandi einkaneysla ýtir undir þá trú á markaði að bílaframleiðendur, tryggingafélög og orkufyrirtæki verði næstu fórnarlömb lánsfjárkreppunnar.

Hlutabréf General Motors lækkuðu um 22% í dag og hafa ekki verið lægri við lokun markaða í 58 ár. Bréf Ford lækkuðu um 12%.

Gengi bréfa Exxon hefur ekki verið lægra í 2 ár, en gengið lækkaði um 11% í dag.

S&P 500 vísitalan hefur nú lækkað 7 daga í röð. Í dag nam lækkunin 3,9%.

Nasdaq vísitalan lækkaði um 5,4% í dag. Dow Jones lækkaði um 6,9% og Standard & Poor´s lækkaði um 7,3%.