Hlutabréf í tryggingafélaginu VÍS hafa fallið um tæp 3% það sem af er degi. Klukkan tvö stóð gengið í 8,87 og hafði fallið um 2,74% í 133 milljóna króna viðskiptum.

Eins og Viðskiptablaðið greindi frá í morgun er nokkur ólga í eigendahópi VÍS .

Hluthafafundur verður haldinn í félaginu á þriðjudaginn, þar sem ný stjórn verður kjörin en núverandi stjórn hefur setið í átta mánuði.