Gengi bréfa VÍS hækkaði um 1,83% í viðskiptum dagsins í Kauphöllinni í dag í mikilli veltu, en Klakki seldi fyrr í dag allan eignarhlut sinn í fyrirtækinu fyrir rúma þrjá milljarða króna. Nam velta með bréfin samtals 3.252 milljónum króna.

Einnig hækkaði gengi bréfa Icelandair um 1,42%, N1 um 0,79%, Haga um 0,67%, Regins um 0,34% og Eimskips um 0,34%.

Þá lækkaði gengi bréfa HB Granda um 0,99%, Össurar um 0,81%, TM um 0,42% og Vodafone um 0,31%.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,58% í viðskiptum dagsins og stendur nú í 1.159 stigum. Heildarvelta nam 3.613 milljónum króna.