Hlutabréfamarkaðir í Evrópu hækkuðu í morgun þegar flestir markaðir opnuðu fyrir fyrsta viðskiptadag vikunnar. Þannig hækkaði Stoxx Europe 600 vísitalan um 0,8% í morgun,

Hlutabréf í Asíu féllu með olíumörkuðnum. Samsetta Sjanghæ vísitalan lækkaði um 1,3% á sama tíma og Nikkei hlutabréfavísitala lækkaði að meðaltali um 0,2% þrátt fyrir ófyrirséða aukningu í einkaneyslu Japana.

Bandaríkjadollari styrktist eftir sjö daga lækkunarhrynu í kjölfar vaxandi óvissu með vaxtastigs horfur í Bandaríkjunum. Evran lækkaði um 0,2% gagnvart Bandaríkjadollara. Á sama tíma hækkaði Bandaríkjadollarinn um 0,2% gagnvart kínverska júaninu.