Hlutabréfamarkaðir Nasdaq á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum liggja nú niðri vegna tæknilegrar bilunar.

Um alls átta kauphallir er að ræða, og bæði aðalmarkað og First North. Skuldabréfamarkaðir eru þó enn opnir.

"Það er truflun á tengingum markaðsaðila við markaðinn," segir Magnús Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, en unnið sé hörðum höndum að því að koma því í lag.

Uppfært 12:00:

Markaðir hafa nú verið opnaðir að nýju.

Uppfært 12:05:

Aftur var lokað fyrir viðskipti stuttu eftir opnunina.