Reynslan sýnir að árin eftir djúpa kreppa geta verið mjög arðsöm á hlutabréfamarkaði. Með hliðsjón af því getur tímasetning skráningar Haga á markað verið ábatasöm, að mati Jóhanns Viðars Ívarssonar, sérfræðings hjá ráðgjafafyrirtækinu IFS Greiningu.

Hann telur að heppnis útboðið í næstu viku vel þá geti það valdið keðjuverkun á hlutabréfamarkaði.

Til samanburðar rifjaði hann upp að fyrri skráning Haga á markað, þá undir merkjum Baugs árið 1999, hafi ekki tekist sérlega vel og gengi bréfa félagsins hækkað nær ekkert frá útboðsgengi. Á endanum var fyrirtækið tekið af markaði. Munurinn á Baugi og Högum sé sú að verðlagningin á Högum sé skynsamlegri en Baugi fyrir tólf árum.

Í verðmati IFS Greiningar á Högum kemur fram að verðmatsgengið er 4% undir hærri mörkum útboðsgengis og 18% yfir lægri mörkum útboðsgengis. Áætlað er að markgengi Haga fari í 15,5 krónur á hlut á næstu 9 til 12 mánuðum.

„Ef það gengur eftir þá hafa menn fengið fína ávöxtun á féð. Það eru góð viðskipti fyrir alla,“ segir Jóhann.