Velta með hlutabréf á aðallista Kauphallarinnar hefur dregist saman frá byrjun árs 2013. Langt er í að markaðurinn verði samanburðarhæfur við markaði á hinum Norðurlöndunum í flestu tilliti og bættar horfur í efnahagsmálum hafa ekki skilað skilað sér nema að hluta í auknum umsvifum með hlutabréf í Kauphöllinni.

Fjárfesting margfalt minni hér

Frá ársbyrjun 2006 til haustmánaða 2008 tíðkaðist það að velta á aðallista Kauphallarinnar væri tugir milljarða á dag. Í árslok 2008 varð íslenskur hlutabréfamarkaður að engu og öll veltan hvarf svo til á einu bretti í efnahagshruninu og var ekki orðin nema nokkrar milljónir á dag í ársbyrjun 2009. Svo mikill samdráttur átti sér ekki stað á hinum Norðurlöndunum, þó að hann hefði verið einhver. Frá mars 2009 hefur markaðsvirði hlutabréfa á aðallista Kauphallarinnar hækkað úr 157 milljörðum í 616 milljarða, eins og hún er í dag.

Eftir sem áður er langt í að hægt verði að telja íslenskan hlutabréfamarkað sambærilegan við markaði á Norðurlöndum. Til að setja stöðu þessara markaða í samhengi má til dæmis bera saman veltu á félögum í úrvalsvísitölu Kauphallarinnar sem hlutfall af vergri landsframleiðslu. Árið 2013 jafngilti velta með bréf félaga í úrvalsvísitölu (OMX Iceland 8) eingöngu 12% af vergri landsframleiðslu hér á landi, borið saman við 64% í Svíþjóð og 43% á Norðurlöndunum.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .