Gengi hlutabréfa allra félaga utan þriggja lækkaði í viðskiptum dagsins í Kauphöll Nasdaq á Íslandi. Heildarvelta nam 5,4 milljörðum króna og úrvalsvísitalan OMXI10 lækkaði um 0,92% og stendur fyrir vikið í 2632,47 stigum.

Anna daginn í röð hækkaði gengi hlutabréfa í olíufélaginu Skeljungi rausnarlega, eða um 5,1%, í um eins milljarðs króna viðskiptum. Þá hækkaði Iceland Seafood um 2,41% í um 200 milljóna króna viðskiptum. Önnur félög hækkuðu ekki en tryggingafélagið TM stóð í stað.

Icelandair lækkaði mest allra félaga um 4,68% í 170 milljóna króna viðskiptum. Þá lækkaði Reginn um 3,63% í 255 milljóna króna viðskiptum og Reitir um 2,55% í um 180 milljóna króna viðskiptum.

Mest velta var með bréf Arion banka, en heildarvelta viðskipta með bréf bankans nam 1,2 milljörðum króna og lækkaði gengi bréfanna um 0,1%.