Aðalmarkaður kauphallar Nasdaq á Íslandi sá rautt í dag, en gengi hlutabréfa allra félaga utan tveggja lækkaði í viðskiptum dagsins. Heildarvelta dagsins nam 2,3 milljörðum króna en OMXI10 vísitalan lækkaði um 1,73% og stendur fyrir vikið í 2.801,51 stigi.

Hlutabréf Sýnar hækkuðu ein í viðskiptum dagsins, um 0,12% í aðeins 2 milljóna króna viðskiptum en gengi hlutabréfa TM stóð í stað í 66 milljóna króna viðskiptum.

Gengi hlutabréfa VÍS lækkaði mest í viðskiptum dagsins, en lækkunin skýrist öðru fremur af því að í dag var arðleysisdagur bréfanna. Gengi hlutabréfa í Reitum lækkaði um 2,94% í X króna viðskiptum og gengi Arion banka um 2,90% í 406,7 milljóna króna viðskiptum, en velta var mest með bréf Arion banka.

Næstmest var velta með bréf Eimskips en viðskipti með bréfin námu 365,1 milljón króna og þá nam velta með bréf Kviku banka 266,6 milljónum króna.

Velta á skuldabréfamarkaði nam 5 milljörðum króna í dag en langmest var velta með sértryggð skuldabréf Íslandsbanka (ISLA CB 27), en viðskipti með skuldabréfin námu 1,5 milljörðum króna.