Hlutabréf á mörkuðum í Evrópu hækkuðu í morgun og hafa ekki verið hærri í sex ár. Þau lækkuðu aftur á móti lítillega í gær.

Hlutabréfamarkaðurinn fór rólega af stað í byrjun árs en hefur á síðustu dögum tekið kipp. Þetta hefur orðið til þess að auka trú manna á því að farið sé að rofa til i efnahagsmálum í Evrópu.