Hlutabréfamarkaðir lækkuðu nokkuð í Evrópu í dag eftir að hagstofa Evrópu, Eurostat gaf út spá þar sem gert er ráð fyrir því að evrusvæðið muni dragast saman um 3% á þessu ári.

FTSE 300 vísitalan, sem mælir 300 stærstu skráðu félögin í Evrópu, lækkaði um 3,7% en þurrkaði þar með út 4% hækkunina í gær, líkt og gerðist á Íslandi í dag. Þá hefur vísitalan lækkað um 19% það  sem af er ári.

Að sögn Reuters fréttastofunnar voru það helst bankar og fjármálafyrirtæki sem leiddu lækkanir dagsins þrátt fyrir að bæði Seðlabanki Evrópu og Englandsbanki hefði í dag lækkað stýrivexti sína um 50 punkta, Seðlabanki Evrópu í 1% og Englandsbanki í 0,5%.

Í Lundúnum lækkaði FTSE 100 vísitalan um 3,2%, í Amsterdam lækkaði AEX vísitalan um 5,2% og í Frankfurt lækkaði DAX vísitalan um 5%.

Í París lækkaði CAC 40 vísitalan um 4% og í Sviss lækkaði SMI vísitalan um 1,6%.

Í Kaupmannahöfn lækkaði OMXC vísitalan um 3,7%, í Stokkhólmi lækkaði OMXS vísitalan um 3,4% og í Osló lækkaði OBX vísitalan um 4,8%.