Hlutabréfamarkaðir lækkuðu í Asíu í dag og hafa einnig lækkaði í fyrstu viðskiptum í Evrópu þar sem af er morgni.

Sem fyrr eru það áhyggjur fjárfesta af því að þeirri fjármálakrísu sem nú ríkir í heiminum sé hvergi nærri lokið, sem veldur lækkunum dagsins. Þá hefur breski bankinn HSBC lækkað um 24% í morgun en eftir að hafa tilkynnt að bankinn þyrfti að öllum líkindum að afskrifa töluvert fjármagn vegna eitraðra veða.

MSCI Kyrrahafsvísitalan lækkaði um 1,6% en það voru helst bankar og fjármálafyrirtæki sem leiddu lækkanir. Vísitalan hefur nú lækkað um 21% það sem af er ári.

Í Japan lækkaði NIkkei vísitalan u 1,2%, í Hong Kong lækkaði Hang Seng vísitalan um 4,8%, Kína lækkaði CSI 300 vísitalan um 3,4% og í Singapúr lækkaði Straits vísitalan um 3,1%.

Í Ástralíu hækkaði S&P 200 vísitalan hins vegar um 0,3%.

Í Evrópu eru það líka bankar og fjármálafyrirtæki sem leitt hafa lækkanir í morgun og hefur FTSE 300 vísitalan lækkað um 1,1%.

Lloyds bankinn hefur lækkað um 14% og HSBC sem fyrr segir um 24%. Á flestum stöðum í Evrópu og Skandinavíu hafa hlutabréfamarkaðir lækkað í bilinu 0,6% - 1,4%.

Í Osló hefur OBX vísitalan þó hækkað um 0,2% og er eina vísitalan sem hefur hækkað.