Hlutabréfamarkaðir hafa hækkað talsvert á Wall Street í þann rúmlega klukkutíma sem opið hefur verið fyrir viðskipti.

Að sögn Reuters fréttastofunnar má rekja hækkanir dagsins til tiltrú fjárfesta á björgunaraðgerðum stærri Evrópusambandsríkja.

Frá opnun hefur Nasdaq hækkað um 5,6%, Dow Jones um 5,2% og S&P 500 um 5,5%.

Allt grænt í Evrópu

Sömu sögu er að segja af Evrópu en eins og greint hefur verið frá fyrr dag í hækkuðu markaðir þar strax við opnun.

Þannig hefur FTSEurofirst 300 vísitalan hækkað um tæp 7% það sem af er degi.

Í Lundúnum hefur FTSE100 vísitalan hækkað um 4,4%, í Amsterdam hefur AEX vísitalan hækkað um 6% og í Frankfurt hefur DAX vísitalan hækkað um 8%.

Í París hefur CAC 40 vísitalan hækkað um 6,1% og í Sviss hefur SMI vísitalan hækkað um 8,4%.

Í Kaupmannahöfn hefur OMXC vísitalan hækkað um 7,4%, í Osló hefur OBX vísitalan hækkað um 3,4% og í Stokkhólmi hefur OMXS vísitalan hækkað um 7,8%.

Þá hækkuðu markaðir í Asíu nokkuð í morgun.