Hlutabréf lækkuðu í Evrópu við opnun í morgun en virðast nú vera að taka viðsnúning.

Þegar þetta er skrifað, kl. 09:20 stendur FTSEurofirst 300 vísitalan í stað en hafði um tíma lækkað um 0,8% í morgun þannig að það verður að teljast nokkur sveifla á skömmum tíma.

Í Lundúnum stendur FTSE 100 vísitalan í stað, en sömu sögu má segj aum DAX vísitöluna í Frankfurt  og OMXC vísitöluna í Kaupmannahöfn en þær höfðu allar lækkað við opnun fyrr í morgun.

Í Amsterdam hefur AEX vísitalan hækkað um 0,4%, í París hefur CAC 40 vísitalan hækkað um 0,5%, í Stokkhólmi hefur OMXS vísitalan hækkað um 0,3% og í Osló hefur OBX vísitalan hækkað um 0,1%.

Í Sviss hefur SMI vísitalan lækkað um 0,4% og er nú eina vísitalan sem sýnir rauðar tölur.