Kauphöllin verður hvorki fugl né fiskur næstu tvö til þrjú árin að mati Finnboga Jónssonar, framkvæmdastjóra Framtakssjóðs Íslands, þar sem mikið vanti upp að fólk beri traust til markaðarins.

Það þurfa að koma inn á hlutabréfamarkað fyrirtæki sem eru búin að sýna jákvæðan og stöðugan rekstur í einhver ár og geta greitt arð af sínu hlutafé.

"Ég hef ekki trú á því að við getum byggt upp hlutabréfamarkað nema við fáum inn fyrirtæki á þennan markað sem borga eðilegan arð af sínum bréfum. Sú tíð er liðin að við getum byggt upp ímyndarfyrirtæki þar sem bréfin eiga alltaf að hækka í virði en undirliggjandi rekstur er hvorki að batna né skila eðlilegu fjárstreymi," segir Finnbogi.

-Nánar í viðskiptablaðinu