Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 3,94% og er 5.430 stig þegar markaðurinn hefur verið opinn í níu mínútur, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nemur um tveimur milljörðum króna. Í gær var veltan við lok dags um fjórir milljarðar króna.

Exista hefur lækkað um 7,42%, Spron hefur lækkað um 5,78%, Straumur hefur lækkað um 5,11%, Landsbankinn hefur lækkað um 4,33% og FL Group hefur lækkað um 4,07%.

Ekkert félag hefur hækkað.

Gengi krónu hefur veikst um 1,53% og er 122 stig.

Nasdaq lækkaði um 2,36% í gær. Þá hefur breska vísitalan FTSE hefur lækkað um 1,42%, danska vísitalan OMXC hefur lækkað um 1,25%, norska vísitalan OBX hefur lækkað um 2,53% og sænska vísitalan OMXS hefur lækkað um 1,77%.

Bréf Norrænna banka lækkuðu meðal annars í kjölfar þess að UBS lækkaði ráðgjöf sína varðandi Nordea Bank og SEB, ef marka má frétt Bloomberg.