TA-25 vísitalan á hlutabréfamarkaðnum í Tel Aviv hækkaði um 0,4% í dag og lauk í 897,39. TA-25 vísitalan hefur farið hæst í 898,98 við lokun markaðar þann 16. maí síðastliðinn, segir í frétt Dow Jones.

Uppgjör fyrirtækja hafa verið jákvæð á þriðja ársfjórðungi og virðist hlutabréfamarkaðurinn ekki verða fyrir miklum áhrifum frá átökunum við Hezbollah samtökin, en HSBC bankinn hafði spáð því að markaðurinn myndi falla.

Leumi bankinn lækkaði um 0,8%, en rannsóknir standa nú yfir vegna hlutar Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísrael, í viðskiptum með ráðandi hlut í bankanum.