Íslandsbanki telur að hlutabréfamarkaðurinn á Íslandi muni halda áfram að hækka á næstunni og að bankarnir, Opin kerfi, Og Vodafone og Össur munu leiða þá hækkun en að Actavis og sjávarútvegsfyrirtækin muni sitja eftir. Skoðun bankans er að líklegt sé að Úrvalsvísitalan hækki um 10-12% næstu sex mánuði og 20-25% næstu 12 mánuði. Úrvalsvísitalan hefur verið á miklu skriði að undanförnu og hækkað um 100% síðustu 12 mánuði.