Karl Gústaf, konungur Svía, virðist ekki hafa verið farsæll í fjárfestingaákvörðunum sínum á síðasta ári. Samkvæmt frétt sænska viðskiptadagblaðsins,  Dagens Industri, þá missti hlutabréfasafn konungs 29% af verðmæti sínu á árinu 2007.  Í hlutabréfasafni kóngsins eru sænsk félög eins og Ericsson AB og SEB Bank AB.

Karl Gústaf á hlutabréf í 11 fyrirtækjum sem lækkuðu meira en 20% á síðasta ári. Verðmæti hlutabréfasafnsins er upp á 102,8 milljónir sænskra króna eða ríflega einn milljarð króna.