Ggengi hlutabréfa Haga lækkaði um 1,09% í 41,7 milljóna króna viðskiptum í Kauphöllinni í dag. Þau standa nú í 18,1 krónu á hlut.

Á sama tíma lækkaði gengi bréfa Regins um 0,6%.

Önnur breyting varð ekki á hlutabréfamarkaði.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,25% og endaði hún í 1.003 stigum. Vísitalan hefur ekki verið lægri síðan um mánaðamótin.

Velta á hlutabréfamarkaði var í lægri kantinum, tæpar 47,5 milljónir króna. Veltan var mest með bréf Haga.