Verð á hlutabréfum í Bandaríkjunum hefur ekki verið hærra í tvö ár. Dow Jones vísitalan hækkaði um 1% við opnun markaða vestanhafs í dag, á fyrsta viðskiptadegi ársins, og er gildi vísitölunnar það hæsta síðan í ágúst 2008.

Mest hækkaði Bank of America sem hækkaði um 5%. Þá hækkaði Alcoa um 4,2% en Deutsche bank mælir með að fjárfestar haldi bréfum sínum í félaginu. Áður mælti bankinn með sölu.