Gengi hlutabréfa í Japan hækkaði um 1,7% í dag og hefur Nikkei vísitalan ekki verið hærri í sex vikur, segir greiningardeild Landsbankans. Lokagildi vísitölunnar er 16.624,8 stig.

Topix vísitalan, sem samanstendur af ríflega 1.500 af stærstu fyrirtækjum í kauphöll Tókýó, hækkaði um 1,5% og endaði vísitalan í 1.688,2 sem er hæsta gildi hennar í sex vikur.

Hækkanirnar má að einhverju leyti rekja til hækkana á öðrum mörkuðum og til þess að útflutningsfyrirtæki hækkuðu í kjölfar styrkingar dollarans.