Í gær, mánudag, hafði heimsvísitalan MSCI ekki verið hærri í 29 mánuði, eða síðan í ágúst 2008. Hlutabréfaverð hækkaði í gær, m.a. við fregnir af samrunum stórra fyrirtækja. Er litið svo á að þau félög sem halda um lausafé séu tilbúin að fjárfesta í dag og sýni þannig hagkerfinu ákveðið traust.

Í frétt Reuters um hækkanir undanfarið er haft eftir sérfræðingi að líklega hægi nú á hækkunum. Fjárfestar hugi nú að langtímastöðutökum sínum.

Um 72% af þeim fyrirtækjum sem eru innan S&P 500 vísitölunnar og skilað hafa ársreikningi hafa sýnt hagnað umfram spár markaðsaðila.