Heimsvísitalan MSCI hefur hækkað um 0,4% í dag og hefur ekki verið hærri síðan í ágúst 2008. Hækkandi hlutabréfaverð er rakið til birtingu uppgjöra, meðal annars Apple og IBM, sem staðið hafa undir væntingum miðað við viðbrögð á markaði.

Ársfjórðungsuppgjör tölvuframleiðandans var betra en spáð hafði verið fyrir um. Hagnaður félagsins nam 4,18 milljörðum Bandaríkjadala. Þá skilaði Apple einnig uppgjöri í gær, í skugga veikindafrís  Steve Jobs. Sala félagsins jókst um 71% og voru tölur yfir selda iPad og iPhone hærri en búist var við.