Hlutabréfaverð í kauphöllum Vestanhafs hefur fallið í dag í kjölfar lækkandi olíuverðs og handtöku, Meng Wanzhou, fjármálastjóra kínverska tæknirisann Huawei af kanadískum yfirvöldum vegna gruns um fjármálamisferli. WSJ greinir frá .

Kínversk stjórnvöld hafa mótmælt handtökunni harðlega. Handtakan þykir auka líkurnar á að viðskiptastríð Kínverja og Bandaríkjamanna harðni. Örfáir dagar eru liðnir síðan Donald Trump Bandaríkjaforseti og Xi Jinping, forseti Kína, sömdu um að leggja ekki á frekari tolla næstu 90 daga. Í millitíðinni hyggjast þjóðirnar finna varanlegri lausn á viðskiptadeilu ríkjanna.

Dow Jones vísitalan féll um 1,9% og S&P500 vísitalan lækkað um 1,7%. Með lækkuninni er gildi beggja vísitalna orðið lægra en það var í upphafi ársins. Þá féll Nasdaq vísitalan um 2%.

Olíuverð féll mest um fimm prósent í dag eftir að Sadí Arabar gáfu út að OPEC og aðrar bandalagsþjóðir þeirra hygðust draga hægar úr olíuframleiðslu en búist var við. Verð á tunnu af Brent hráolíu fór hæst yfr 86 dollara á tunnu í byrjun október en stendur nú í 59 dollurum á tunnu. Þá óttast fjárfestar einnig að stýrivaxtahækkanir verði ákveðnar á næsta vaxtákvörðunarfundi bandaríska seðlabankans í desember.