Hlutabréfaverð í Persflóaríkinu Qatar féllu við opnun markaða í dag, en þeir voru lokaðir alla síðustu viku vegna opinberra frídaga.
Lækkaði QE vísitalan um 3,1% á fyrri hluta dags, að mestu vegna lækkunar á gengi bréfa Qatar National Bank, sem lækkaði um sama hlutfall.

Allt stefnir í það að ríkið muni ekki hlíta þeim 13 skilyrðum sem arabísku nágrannaríkin, Sádi Arabía, Sameinuðu arabísku furstadæmin og fleiri settu þeim og þau hafa til morgundagsins til að gera. Lýsti Al Thani, utanríkisráðherra landsins, þessu yfir í gær, sem mun væntanlega valda framlengingu á þeim viðskiptahindrunum sem ríkin settu á Qatar fyrir um mánuði síðan.

Ástæðan fyrir einangrun Qatar er það sem arabaríkin kalla umburðarlyndi gagnvart Íran og stuðningur við samtök íslamista. Fylgdi því mesta lækkun hlutabréfa á einum mánuði síðan í janúar 2016. Kröfurnar kveða meðal annars á að lokað verði á samskipti við Íslamska bræðralagið og að hernaðarviðvera tyrkneska hersins í landinu verði stöðvuð.

Viðskiptahindranirnar hafa leitt til þess að Barclays Plc, Lloyds Banking Group Plc og Royal Bank of Scotland Group Plc hafa hætt viðskiptum með gjaldmiðil landsins riyal.