Verð á hlutabréfum í Bandaríkjunum hefur náð methæðum í kjölfar þess að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, samþykkti að milda hömlur á viðskipti bandarískra fyrirtækja á að kaupa birgðir frá kínverska tæknirisanum Huawei. Frá þessu er greint á vef Bloomberg.

Hlutabréfavísitalan Nasdaq 100 hækkaði um 1,8%, en örflöguframleiðendur frá Micron Technology Inc. til Skyworks Solution hækkuðu um meira en 5% þar sem spákaupmenn gera ráð fyrir því að þeir muni geta keypt brigðir frá sínum stærsta viðskiptavin Huawei.

Verð á hrávörum, skuldabréfum og gjaldeyri hefur einnig hækkað talsvert síðan Trump gaf út yfirlýsinguna.

Frétt Bloomberg um málið.