Hlutabréfaverð í Bandaríkjunum lækkaði í gær en S&P500 fór niður um 0,6% Nasdaq lækkaði um 1,4% en tæknifyrirtækin leiddu lækkunina. Þetta kemur fram í greiningu frá IFS.

Fjárfestar áhyggjufullir

Fjárfestar voru uggandi yfir nýjustu hótunum BNA um frekari tolla á kínverskar vörur. Eftir lokun markaða tilkynnti forseti BNA um 10% tolla á 200 milljarða virði kínverskra vara í næstu viku sem mun hækka í 25% á næsta ári.

H&M hækkar

Þá kemur einnig fram að í gær hækkaði verð á hlutabréfum í tískuvöruversluninni H&M um 18% í gær eftir að félagið tilkynnti um 9% tekjuvöxt.