*

föstudagur, 18. september 2020
Erlent 20. ágúst 2018 14:29

Hlutabréfaverð í Tesla fellur um 3%

Hlutabréfaverð í Tesla hefur fallið um 3% og er nú verð á hlut í fyrirtækinu rétt fyrir neðan 300 bandaríkjadollara.

Ritstjórn
Elon Musk, forstjóri Tesla.

Hlutabréfaverð í Tesla hefur fallið um 3% og er nú verð á hlut í fyrirtækinu rétt fyrir neðan 300 bandaríkjadollara. Lækkunin kemur í kjölfar þess að fjárfestingabankinn J.P. Morgan lækkaði verðmat sitt á fyrirtækinu í 190 bandaríkjadali á hlut úr 308 dollara á hlut.

Bandarískir fjárfestar á rafbílamarkaðnum virðast ekki hafa mikla trú á áformum forstjóra fyrirtækisins, Elon Musk, um að taka fyrirtækið af markaði. Greinandi lét hafa eftir sér að þær áætlanir virðist ekki hafa verið tryggðar, þrátt fyrir yfirlýsingar Musk. Í síðustu viku féll gengi hlutabréfanna um 14%.

Síðastliðinn fimmtudag viðurkenndi Musk í viðtali við New York Times að hann ynni allt að 120 vinnustundir á viku og tæki svefnlyf til að sofa. Í kjölfarið lækkaði verð á hlutabréfum í Tesla um 9% í 306 bandaríkjadollara á dag. 

Hér er frétt CNBC um málið. 

Stikkorð: Tesla Elon Musk