Hlutabréfaverð í bandaríska bankanum JPMorgan Chase féll um tæp 8,5% í dag. Lækkunin kemur í kjölfar 2 milljarða dala taps bankans á viðskiptum með fyrirtækjaskuldabréf. Bankinn tilkynnti um tapið seint í gærkvöld, eftir lokun kauphallarinnar á Wall Street.

Verð féll einnig á hlutum annarra bandarískra banka og lækkuðu hlutabréf í Bank of America um 2,4%. Þá gætti einnig áhrifa í Evrópu og féll verð Barclays um rúm 3,5% og Deutsche Bank um 1,6%.