Hlutabréfavísitölur hafa lækkað í Evrópu það sem af er morgni. Mesta lækkunin er á hlutabréfavísitölunni CAC 40 sem hefur lækkað um 3,27%. Þýska hlutabréfavísitalan DAX hefur lækkað um 2,87%.

Skuldavandi evruríkja virðist enn vera að valda miklum usla á mörkuðum og eru fjárfestar óvissir um hvernig hlutirnir eigi eftir að þróast.