Hlutabréfaverð Netflix hefur aldrei mælst hærra heldur en í dag, daginn eftir að hluthafaeigendur kusu um að auka fjölda hluta sem í boði eru.

Framkvæmdastjóri Netflix, Reed Hastings, sagði að hann myndi bráðum ráðleggja skiptingu hlutabréf (e. stock split) í 5 á móti einum hluta eða 10 á móti einum hluta.

Hlutabréfaverð mældist 691 dollari fyrir hádegi en lækkaði aðeins og mælist nú 678 dollarar. Netflix hefur verið meðal bestu fyrirtækja á markaði á árinu og hefur hlutabréfaverð þess hækkað um 58% á síðastliðnum 12 mánuðum.

Netflix gerði á dögunum samning við Marriott hótelkeðjuna sem mun nú bjóða gestum sínum aðgang að Netflix í gegnum sjónvörpin á hótelinu.