Þrjú fyrirtæki hækkuðu í verði á hlutabréfamarkði í dag, Össur um 8,8%, Reginn um 0,34%, N1 um 0,14%. Mikið var um lækkanir á hlutabréfamarkaði í dag. Eik lækkaði um 0,94%, Vodafone um 0,9%, TM um 0,76%, VÍS um 0,64%, Marel um 0,28%, HB Grandi um 0,26%, og Hagar um 0,12%.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,17% í dag og stóð hún í 1.415,7 sigum í lok dags, Hún hefur hækkað um tæp 8 prósent frá ársbyrjun.

Heildarvelta á markaðnum í dag nam 8,45 milljörðum króna, þar af nam velta hlutabréfa 839 milljónum króna.