Hlutabréf japanska fjarskiptafyrirtækisins Softbanks lækkuðu um 16,9% í kjölfar frétta um mögulega yfirtöku Softbank á bandaríska fjarskiptafyrirtækisins Sprint Nextel.Hlutir í Sprint höfðu hækkað um 14,3% við lokun markaða í Bandaríkjunum.

Orðrómur hefur jafnframt verið á kreiki um að Softbank hafi augastað á bandaríska fjarskiptafyrirtækinu MetroPCS Communivations. Yfirtökurnar tvær myndu kosta Softbank yfir 25 milljarða bandaríkjadala.

Helstu hlutabréfavísitölur lækkuðu í Asíu morgun. Samkvæmt vef breska ríkisútvarpsins BBC rekja sérfræðingar lækkanir meðal annars til jákvæðra tíðinda af bandarískum vinnumarkaði og ótta fjárfesta yfir efnahagsástandi í heiminum.